Fékk ættingja í heimsókn meðan hann var í sóttkví

Lögreglan á Suðurlandi hefur sent ákæruvaldinu mál til meðferðar vegna einstaklings sem var í svokallaðri skimunarsóttkví í umdæminu í síðustu viku.

Í dagbók lögreglu kemur fram að einstaklingurinn hafi dvalið í sumarbústað í umdæminu. Einstaklingurinn hafði skilað neikvæðu PCR-prófi við komuna til landsins og þá reyndist hann skimun sem hann gekkst undir á landamærunum vera neikvæð.

„Allt að einu var gestinum gert að sæta sóttkví þar til niðurstaða seinni skimunar liggur fyrir. Málið sent ákæruvaldi til meðferðar,“ segir lögregla í dagbók sinni en ætla má að viðkomandi verði sektaður vegna málsins. Slíkar sektir geta verið frá 50 þúsund krónum og upp í 250 þúsund krónur, allt eftir alvarleika brots.

Liðin vikar var hefðbundin að mestu hjá Lögreglunni á Suðurlandi.

Aðfaranótt 25. febrúar vaknaði íbúi á Selfossi þó við mannaferðir í íbúð sinni. Sá flúði út en í ljós kom að viðkomandi hafði haft á brott með sér húsmuni sem fundust skammt frá vettvangi. Einstaklingur sem passaði við nokkuð greinargóða lýsingu tilkynnanda fannst skömmu síðar nærri vettvangi og var hann handtekinn og færður í fangageymslu á Selfossi.  

Maðurinn var yfirheyrður daginn eftir en kannaðist þá ekki við meint brot. Málið er í áframhaldandi rannsókn, að sögn lögreglu.