Fauk í Bjarna í beinni vegna spurningu Sigríðar Hagalín

Bjarni Benediktsson var ekki sáttur við spurningu frá Sigríði Hagalín í formannaumræðum í kosningasjónvarpinu í nótt. Enn er beðið eftir fyrstu tölum úr Reykjavík.

Sigríður spurði:

„Mig langar til að spyrja. Það eru ekki komnar nógu margar tölur til að draga endanlegar ályktanir. En hvað þarf til til að til dæmis þú myndir axla ábyrgð sem formaður flokksins á afdrifum flokksins á sveitarstjórnarstigi?“

Þá fauk í Bjarna sem svaraði:

„Já, þú spurðir mig að þessu daginn fyrir kosningarnar í haust og nú ertu aftur að spyrja mig að þessu daginn sem kosið er. Þú ert reyndar eini fréttamaðurinn sem hefur spurt mig að þessu í báðum kosningunum núna,“ sagði Bjarni og hélt áfram:

„Ég er bara að vekja athyglina þína á því að við erum með hreinan meirihluta í nokkrum sveitarfélögum. Við myndum ekki vilja skipta um atkvæði við nokkurn annan flokk. Heilt yfir er Sjálfstæðisflokkurinn að koma ágætlega út.

Hann er að tapa fylgi. Yfirleitt er það til Framsóknarflokksins, sem er í mikilli sókn. Við erum ekki að tapa hugmyndafræðilegri baráttu á móti vinstrinu í þessum sveitarstjórnarkosningum. Það eru staðbundin atvik hér og þar. Sumstaðar erum við að bæta hressilega við okkur, sjáðu Árborg, sjáðu Reykjanesbæ þar sem við erum að bæta við okkur. Þannig að ég segi bara að við þurfum að horfa á stöðuna á hverjum stað.“

Sagði Framsókn og Sjálfstæðisflokk systurflokka

Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, sagði að sér þætti athyglisvert að sjá Bjarna ekki sárari yfir því að tapa fylgi á landsvísu til Framsóknar. Skaut Bjarni þá inn í:

„Ég var bara að segja að þetta væri ekki að fara til flokka sem voru að gagnrýna bankasöluna“