Farþegaþota Icelandair varð að hætta við lendingu: Þetta blasti við á flugbrautinni

Farþegaþota Icleandair sem var að koma frá Munchen í Þýskalandi á dögunum varð að hætta við lendingu þegar í ljós kom að önnur flugvél var á brautinni.

Fjallað er um málið á vef mbl.is þar sem segir að flugstjóri vélarinnar frá Munchen hafi þá ákveðið að taka aukahring og lenda skömmu síðar. Atvikið átti sér stað 31. ágúst.

Haft er eftir Ragnari Guðmundssyni rannsakanda hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa að það sé alls ekki algengt að svona gerist.

„Það er alls ekki al­gengt að þetta ger­ist. Við höf­um rann­sakað al­var­leg flug­at­vik oft áður, en ég er ekki með á reiðum hönd­um hve oft nefnd­in hef­ur rann­sakað sams kon­ar at­vik,“ seg­ir Ragn­ar

Ragn­ar seg­ir að rann­sókn­ar­nefnd­in skil­greini at­vikið sem al­var­legt flug­at­vik og að tals­vert sé um rann­sókn­ir á þeim á hverju ári, þó að svona at­vik séu óal­geng.

Ragnar vill ekki svara því hvort um hafi verið að ræða skipulagsvandamál. Hann segir hinsegar að rannsókn sé hafin og nefndin sé að taka viðtöl við flugmenn umræddra véla og starfsfólk flugvallarins.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Hringbrautar var ástandið hjá farþegum í vélinni þegar hætt var við lendingu ekki gott og þurftu margir hverjir að grípa í ælupokana