„Farðu aftur á geð­veikra­hælið hel­vítis auminginn þinn“

Ólafur F. Magnús­son, fyrr­verandi borgar­stjóri Reykja­víkur, vandar Degi B. Eggerts­syni, nú­verandi borgar­stjóra, og fleiri fyrr­verandi borgar­full­trúum ekki kveðjurnar í að­sendri grein í Morgun­blaðinu í dag.

Ólafur segist hafa orðið fyrir linnu­lausu ein­elti í sex ár, frá árinu 2007 og til ársins 2013, en eins og kunnugt var Ólafur borgar­stjóri frá 10. janúar 2008 til 21. ágúst 2008. Ólafur hefur áður tjáð sig um þá með­ferð sem hann mátti þola á sínum tíma, en til­efni greinarinnar nú er við­tal Út­varps Sögu á dögunum við Jens Guð­munds­son, þekktan bloggara, um tíma Ólafs í borgar­stjórn.

„Fyrsta út­gáfa af of­sóknum og skríl­menningu á Ís­landi var þegar hamast var á Ólafi F. Magnús­syni þegar hann var settur í borgar­stjóra­em­bættið í janúar 2008. Allir flokkarnir létu þetta við­gangast og m.a.s. Rúv kom illa fram í því máli. Það var virki­lega sótt að Ólafi og fólk var orð­ljótt og það var skelfi­legt að fylgjast með þessu,“ sagði Jens meðal annars í við­talinu og bætti við að Ólafur hefði verið krafinn um læknis­vott­orð þegar hann var að snúa til baka til starfa í borgar­stjórn, starfa sem hann hafði verið kjörinn til.

Ólafur rekur söguna betur í grein sinni og bætir við að hann hafi hafið læknis­störf á ný þann 1. októ­ber 2007 eftir tæp­lega níu mánaða veikindi og hugsað að hefja störf í borgar­stjórn með haustinu.

„Þegar nýr meiri­hluti myndaðist undir for­ystu Dags Eggerts­sonar 14. októ­ber 2007 vildi ég eðli­lega koma fljótt aftur og nefndi 1. nóvember 2007 í sím­tali við Dag og hlustaði nú­verandi eigin­kona mín á sím­talið og getur stað­fest við­brögð Dags við á­ætlaðri endur­komu minni í borgar­stjórn. Hann sagði: „Þú getur það ekki. Margrét Sverris­dóttir er búin að gera ráð fyrir launum sem for­seti borgar­stjórnar næsta hálfa árið“.

Ólafur segir að honum hafi liðið þannig eins og hann væri ó­vel­kominn, en á­kveðið að halda út fram í janúar 2008 þegar til­kynnt var um meiri­hluta­myndun Ólafs með Sjálf­stæðis­flokknum. Hann segir að allur borgar­stjórnar­flokkur F-listans hafi staðið á bak við hann, nema Margrét Sverris­dóttir og Guð­rún Ás­munds­dóttir, og engu hafi skipt þó hann næði fram fjöl­mörgum stefnu­málum F-listans í mál­efna­samningum við Sjálf­stæðis­menn.

Ólafur segir að strax í kjöl­farið hafi Björk Vil­helms­dóttir hafið rætna lyga­her­ferð gegn honum þar sem farið var með sví­virði­leg orð um hann sem per­sónu.

„Sama dag stofnuðu þau til undir­skrifta­söfnunar gegn mér, Lísa Kristjáns­dóttir, nú­verandi að­stoðar­maður Katrínar Jakobs­dóttur, systir hennar og leik­konan Ilmur Kristjáns­dóttir, „söngva­skáldið“ Hörður Torfa­son, Ellen Kristjáns­dóttir söng­kona og Anna Pála Sverris­dóttir, for­maður Ungra jafnaðar­manna.“

Ólafur segisr svo að nem­endum vinstri­sinnaðra kennara í fram­halds­skólum hafi verið safnað á pallana í ráð­húsið þar sem Ólafur fékk að heyra það.

„Meðal kjör­orða skrílsins á pöllunum var „Þú ert enginn „fokking“ borgar­stjóri,“ og „Farðu aftur á geð­veikra­hælið hel­vítis auminginn þinn.“

Ólafur segir að ó­hugnan­legt hafi verið að sjá for­ystu­menn Sam­fylkingarinnar og Vinstri grænna í borgar­stjórn, þau Dag Eggerts­son og Svan­dísi Svavars­dóttur, veifa neðan úr borgar­stjórnar­salnum til skrílsins sem var með steytta hnefa á pöllunum.

„Það skal þó tekið fram að þessi skríls­læti voru síst ill­gjarnari en þátturinn Spaug­stofan á Rúv 26. janúar 2008. Ó­hætt er að fyllyrða að meiri­hluti frétta­manna og þátta­stjórn­enda á Rúv hafi verið meðal ill­vígustu and­stæðinga minna í borgar­stjóra­tíð og miklu lengur. And­úð Rúv í minn garð entist allt árið 2008, eins og sýndi sig með grimmi­legu ein­elti gegn mér í ára­móta­skaupi í um­sjón tveggja verðandi borgar­full­trúa, þeirra Ilmar Kristjáns­dóttur og Jóns Gnarrs.“

Ólafur segir að eftir að setu hans í borgar­stjórn lauk hafi í raun ekki betra tekið við.

„Mjög syrti í álinn 12. janúar 2012, þegar Dagur B. Eggerts­son, for­maður borgar­ráðs, fékk með sér alla með­limi borgar­ráðs til að hefja lög­sókn gegn mér og saka mig um fjár­drátt vegna borgar­mála­styrks F-listans árið 2008 að upp­hæð kr. 3,4 milljónir. Þetta kom mjög á ó­vart, því að í síðustu ræðu minni í borgar­stjórn, 1. júní 2010, lagði ég fram til­lögu um lög­reglu­rann­sókn á nýtingu styrkja til borgar­stjórnar­flokkanna á kjör­tíma­bilinu 2006-2010 að upp­hæð kr. 130.000.000. Sú til­laga var felld með at­kvæðum allra annarra borgar­full­trúa.“

Ólafur segir að þessi „endur­tekna, ó­vægna og til­efnis­lausa að­för“ gegn honum hafi staðið yfir frá 12. janúar 2012 til 31. ágúst 2013 og verið loka­hnykkurinn í „at­lögu“ Dags að lífi hans, heilsu og hamingju.

„Í liði með honum í borgar­ráði voru þau Sam­fylkingar­konan Björk Vil­helms­dóttir, „sjálf­stæðis­mennirnir“ Hanna Birna Kristjáns­dóttir (þekkt fyrir lygar) og Júlíus Vífill Ingvars­son (þekktur fyrir fjár­drátt), Sól­ey Tómas­dóttir frá Vinstri grænum og þau Óttarr Proppé og Elsa Yeoman úr Besta flokknum.“