Fanney Birna yfirgefur Silfrið vegna peningadeilna

Fjölmiðlakonan Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir er hætt sem einn þáttastjórnandi Silfursins á RÚV. Samkvæmt heimildum MBL er ástæðan ágreiningur um peninga.

Silfrið hefur verið á dagskrá á sunnudagsmorgnum í áraraðir, iðulega undir stjórn Egils Helgasonar. Má búast við því að hann stýri þættinum einn í vetur.