Fann sína hillu þegar hún prófaði Ketó mataræði

24. október 2020
17:38
Fréttir & pistlar

Hanna Þóra Helgadóttir rithöfundur og matarbloggari verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Matur & Heimili á mánudagskvöld:

Eins og við flest þekkjum er matur manns megin og eins og við erum mörg og ólík þá er mismundandi hvað hentar hverjum og einum. Það er ávallt ánægjulegt þegar fólk finnur þann lífsstíl sem hentar þeim best og eykur vellíðan, úthald og umfram allt að það finni sína hillu þegar það kemur að mataræðinu. Ketó mataræðið er einn lífsstílinn sem margir kjósa sér í dag með góðri útkomu. Hanna Þóra er ein þeirra sem breytti um stefnu í sínu mataræði og byrjaði á Ketó mataræði. Sjöfn Þórðar heimsækir Hönnu Þóru heim í eldhúsið og fær innsýn í lífsstíl hennar þegar kemur að mat.

„Ég hef alltaf verið matarmegin í lífinu og ég fann mína hillu þegar ég prófaði Ketó mataræðið fyrir tveimur árum. Ketó mataræðið hentar mér afskaplega vel segir Hanna Þóra og fann hvað það var hægt að njóta matar en samt sem áður upplifa miklar breytingar á heilsufari á sama tíma þrátt fyrir að vera á sérstöku mataræði sbr. Ketó. „Mér finnst svo gaman að dunda mér í eldhúsinu og búa til uppskriftir sem passa innan rammans að vera sykur og hveitilausar ásamt því að vera lágar í kolvetnum.“

M&H Ketó Vöfflurnar hennar Hönnu Þóru Helgadóttur

Þegar kemur að því að töfra fram ljúffengar kræsingar með kaffinu segir Hanna Þóra að sé lítið mál að töfra fram góðgæti og sviptir hulunni af sínu uppáhalds kræsingum með helgarkaffinu í þættinum og býður Sjöfn að smakka. Ástríða Hönnu Þóru hefur svo fengið nýjar hæðir með matreiðslubókinni hennar, Ketó, sem er á leiðinni í verslanir fyrir jólin. Hanna Þóra hefur hreinlega blómstrað eftir að hún fann það matarræði sem hentaði henni best og hefur aldrei liðið betur. Missið ekki af áhugaverðu innliti í eldhúsið hennar Hönnu Þóru í þættinum Matur & Heimili.

Þátturinn Matur & Heimili er á dagskrá öll mánudagskvöld klukkan 20.30 og er að jafnan ferskur, fjölbreyttur og með persónulegum blæ.