Fáið yfirlýsingu hjá sýslumanni

Flestir þekkja þá lagaskyldu foreldra að ef barn ferðast með aðeins öðru foreldri til útlanda, þarf að hafa meðferðis samþykkisyfirlýsingu frá hinu foreldrinu. Í svari sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sendi upplýsingaveitunni spyr.is kemur hins vegar fram að æskilegast er að útbúa sambærilega samþykkisyfirlýsingu í fleiri ferðum en aðeins þessum. Það getur t.d. átt við þegar barn ferðast til útlanda með ömmu og afa eða eldra systkini. Í samþykkisyfirlýsingunni kemur þá fram að viðkomandi hafi heimild frá foreldrum til að ferðast með barnið, tiltekinn er áfangastaður og lengd ferðar. Til hægðarauka eru til eyðublöð hjá sýslumönnum þar sem viturlegt er að nálgast frekjari upplýsingar um málið hjá þar til bærum sérfræðingum.