Færsla Elliða um lögregluna vekur upp reiði: „Þú ættir að eyða þessu í einum hvelli“

1. júní 2020
20:52
Fréttir & pistlar

Miklar um­ræður hafa skapast á Face­book vegg Elliða Vignis­sonar, bæjar­stjóra í Ölfusi, eftir hann á­kvað að birta færslu um of­beldi gang­vart lög­reglunni á Ís­landi.

„Um allan heim mót­mælir fólk nú eðli­lega of­beldi lög­reglu í USA í garð al­mennings. Hér á Ís­landi glímum við við of­beldi al­mennings gagn­vart lög­reglu. #gerum­betur,“ skrifar Elliði og birtir þar mynd af bróður sínum Svavari Vignis­syni lög­reglu­manni.

Fjöl­margir hafa tekið til máls undir færslu Elliða og ekki eru allir sáttir með hann sé að tengja mál­efni lög­reglunnar á Ís­landi við hörmungar­at­vikið sem átti sér stað í Banda­ríkjunum þegar Geor­ge Floyd lést í haldi lög­reglunnar.

„Þú ættir að eyða þessu í einum hvelli. Þetta er það vand­ræða­legasta sem nokkur manneskja hefur sett á face­book. Þú hlýtur að geta komið þessum skila­boðum á­leiðis á smekk­legri hátt,“ skrifar ein kona undir færslu Elliða.

„Allt saman ömur­legt, lög­reglu­menn í USA verða manni að bana, Ís­lenskir lög­reglu­menn rotaðir og frelsis­sviptir fyrir að "trufla partý". Svo er lög­reglumaður drepinn nærri annan hvern dag í USA. Á­rásir á lög­reglu­menn og al­menn óvirðing í þeirra garð er vaxandi vanda­mál hér á klakanum,“ skrifar annar maður.

Hægt er að lesa um­mælin undir færslu Elliða hér.