Færeyingar hæðast að Íslendingum: „Hvar eru íslensku perrarnir?“

Íslenska stafrófið hefur orðið að þrætuepli hjá frændum okkar Færeyingum. Þar deildi Hilmar nokkur Hansen skjáskoti úr íslenskum spurningaþætti þar sem valmöguleikarnir eru A, B, C og D.

„Íslendingar eru ikki størri puristar enn so, at teir brúka A, B, C og D sum valmøguleikar í sjónvarpinum!,“ segir Hilmar, má útfæra þetta yfir á íslensku sem að Íslendingar séu ekki með meiri tungumálahreinleika en svo að þeir noti A, B, C og D sem valmöguleika. Ef við værum hreinræktunarsinnar væru valmöguleikarnir A, Á, B og D.

Miklar umræður sköpuðust um þetta í málfarshópi Færeyinga. Margir taka undir með honum.

Sólfinn benti á að í stjórnmálunum á Íslandi væri notast við listabókstafinn C, sem er Viðreisn, og því væri stafurinn fullgildur. Það sé mismunandi eftir Íslendingum hvort þeir væru til.

Málið rataði inn á Twitter þar sem orðasnillingurinn Bragi Valdimar Skúlason var beðinn um álit.

„A, Á, B, C? Mögulega. En ég vil ekki hafa það að c-ið c skilið útundan,“ segir hann.

Snorri nokkur spyr: „Hvar eru íslensku perrarnir þegar krossaspurningar eru búnar til?“

Már vill fara alla leið: „Fara alla leið í séríslenskunni: Ð, Ý, Þ og Æ.“