Ey­þór varar við: Fer fyrir Reykja­vík eins og Detroit?

„Detroit var eitt sinn vaxtar­­borg. Nú er öldin önnur,“ segir Ey­þór Arnalds, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks í borgar­stjórn, í að­sendri grein í Frétta­blaðinu í dag.

Í grein sinni varar hann við gríðar­legri skulda­söfnun borgarinnar og bendir á margar stofnanir og fyrir­tæki hafi yfir­gefið Reykja­vík undan­farið.

„Skuldir borgarinnar hafa vaxið hratt, en áður fyrr var Reykja­­vík nær skuld­­laus. Skuldir A-hlutans á íbúa voru 530 þúsund krónur 2014 þegar nú­verandi borgar­­stjóri tók við taumunum. Að ó­­breyttu verða skuldir A-hlutans 1.500 þúsund krónur árið 2024 á hvert manns­barn í borginni. Það er þre­­földun á ára­tug. En sam­bæri­­leg skulda­tala Kópa­vogs er bæði lægri og hefur ekki hækkað á tíu árum,“ segir Ey­þór meðal annars.

Margir þekkja sögu Detroit sem var mið­punktur bíla­fram­leiðslu Banda­ríkjanna lengi vel. Þegar hnignun varð í bíla­fram­leiðslu jókst at­vinnu­leysi og á sama tíma jókst halli í rekstri borgarinnar sem á endanum varð tækni­lega gjald­þrota.

Í pistli sínum nefnir hann Ey­þór Detroit sér­stak­lega en ber einnig saman skulda­sögu Reykja­víkur­borgar og Kópa­vogs sem er um margt ólík.

„Reykja­víkur­­borg þre­faldar skuldir sínar en Kópa­vogur hefur hemil á skulda­­söfnun. Og heildar­skuldir borgarinnar fara í 3,3 milljónir árið 2024 á íbúa, en það er meira en tvö­­föld skulda­tala Kópa­vogs. Á­­kvörðun Sýslu­­mannsins á höfuð­­borgar­­svæðinu, Trygginga­­stofnunar og Ís­lands­banka, að flytja til Kópa­vogs, er af­­leiðing af skipu­lags­­stefnu borgarinnar,“ segir hann og nefnir einnig að háir skattar í borginni, fáar hentugar lóðir til að byggja og skortur á góðri þjónustu ýti fólki, fyrir­tækjum, störfum og stofnunum burt úr borginni.

„Sam­­keppnis­hæfni borgarinnar hefur veikst með háum sköttum og þungri stjórn­­sýslu. Tölurnar tala sínu máli. Þetta er saga tveggja ó­­líkra staða. Ólík stefna felur í sér ó­­líka þróun. Rúm­­lega sex þúsund manns bjuggu í Reykja­­vík í byrjun síðustu aldar. Vöxtur borgarinnar var ekki til­­viljun. Hann varð vegna þess að hér var gerð hafnar­að­­staða, vatns­­veita, hita­veita, raf­­veita og byggingar­land. Á­kvarðanir byggja upp borgir. Detroit var eitt sinn vaxtar­­borg. Nú er öldin önnur. Það er mikil­­vægt fyrir borgina að bæta stöðu sína. Lækka kostnað og bjóða upp á hag­­kvæm byggingar­­svæði. Þannig getum við vaxið án þess að skuldir vaxi um of. Þannig getum við verið raun­hæfur val­­kostur fyrir fólkið og fyrir­­­tækin.“