Ey­þór lætur Dag finna fyrir því: Lof­orðin ekki pappírsins virði

„Reyk­víkingar borga hærra út­svar af launum sínum en þeir sem búa í ná­granna­sveitar­fé­lögunum. Það er grund­vallar­krafa að hér sé þjónustan í lagi. Og að hún standi öllum börnum til boða,“ segir Ey­þór Arnalds, odd­viti Sjálf­stæðis­flokksins í Reykja­vík, í grein í Frétta­blaðinu í dag.

Í grein sinni skrifar Ey­þór um leik­skóla­mál í Reykja­vík en eins og Frétta­blaðið greindi frá síðast­liðinn föstu­dag er biðin eftir leik­skóla­plássi lengst í Reykja­vík ef litið er til stærstu sveitar­fé­laganna á höfuð­borgar­svæðinu. Kom fram að mark­mið höfuð­borgarinnar væri að tryggja öllum börnum sem náð hafa 18 mánaða aldri pláss en dæmi séu um að tveggja ára börn komist ekki að. Í Garða­bæ og Hafnar­firði er miðað við 12 til 15 mánaða aldur.

„Við­brögð borgar­stjórans við þessum fréttum er að þetta hafi komið honum á ó­vart. Þessi við­brögð borgar­stjórans eru ekki þau sem for­eldrar búast við í Reykja­vík árið 2020. Í nú­tíma­sam­fé­lagi er gerð krafa til þess að borgin bjóði öllum börnum upp á að komast í leik­skóla,“ segir Ey­þór í grein sinni og bætir við að allir séu sam­mála um það að fyrsta skóla­stigið sé mikil­vægt.

„Sú krafa að allir eigi rétt á að komast í skóla á við um leik­skólann, ekkert síður en grunn­skólann. Eitt af stóru kosninga­lof­orðum borgar­stjóra fyrir síðustu kosningar var að öll 12 mánaða börn fengju leik­skóla­pláss. Nú eru liðin meira en tvö ár frá kosningum. Það eru nokkuð margir vinnu­dagar.“

Ey­þór bendir á að á­standið á vinnu­markaðnum hafi gjör­breyst á þessum tveimur árum og mönnun ætti í raun að vera auð­veldari nú en áður.

„Á­ætlanir sem gerðar voru af borgar­stjóra 2018 ættu því að standast. Þörfin fyrir leik­skóla­rými lá fyrir og liðin eru meira en tvö ár til undir­búnings. Hann hefur þó lofað því að út­rýma bið­listunum í leik­skólunum í Reykja­vík frá síðustu alda­mótum eða frá árinu 2002. Meiri­hluta þess tíma hefur hann sjálfur verið við stjórn borgarinnar. Verk­efnið ætti því ekki að koma honum á ó­vart. Á meðan börn í Reykja­vík sem eru tveggja ára gömul fá ekki leik­skóla­pláss eru lof­orð Sam­fylkingarinnar um að 12 mánaða börn komist inn ekki pappírsins virði.“