Eyjólfur: „Salan á Íslandsbanka ólöglegt hneyksli“

Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi og annar varaformaður fjáralaganefndar, segir augljóst að ekki hafi verið farið að lögum við útboðið á hlutabréfum í Íslandsbanka.

Þetta kemur fram í skoðanagrein Eyjólfs á vef Vísis.

Að sögn Eyjólfs voru meginreglur um sölu á ríkisbanka, um opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni þverbrotnar.

„Þetta lögbrot verður Alþingi að rannsaka, eigi að takast með að byggja upp traust sem hefur beðið alvarlegan hnekki og var ekki mikið fyrir. Fjármálaráðherra og ríkisstjórnin ber ábyrgð á mjög alvarlegum trúnaðarbresti gagnvart þjóðinni og ber að axla ábyrgð á honum. Þjóðin krefst þess í ljósi biturrar reynslu. Lærdómurinn af Hruninu er enginn,“ segir Eyjólfur meðal annars í grein sinni.

Eyjólfur telur útboðið bera vott um ótrúlegt virðingarleyfi valdhafanna gagnvart almenningi og að saga hrunsins virðist ekki hafa skipt neinu máli.

Færslu Eyjólfs má lesa í heild sinni hér.