Ester var 38 ára þegar hún lést: Safna fyrir son hennar – „Hún mátti ekkert aumt sjá“

Vinir og jafnaldrar Esterar Óskar Liljan Óskarsdóttur, sem lést af slysförum þann 14. febrúar síðastliðinn, hafa hrint af stað söfnun fyrir son hennar.

DV fjallar um söfnunina og ræðir við systur Esterar.

Ester var 38 þegar hún lést og lætur hún eftir sig soninn Arnar Óla sem verður 15 ára á þessu ári. Upphæðin sem safnast verður lögð inn á lokaðan reikning í nafni Arnars sem mun nýtast honum eftir að hann verður 18 ára.

Í frétt DV er rætt við Vilborgu Helgu Liljan, systur Esterar, en þær systur voru mjög nánar.

„Ester Ósk Liljan var hinn helmingurinn minn, besta vinkona, sálufélagi og stóra systir. Hún var rosalega skemmtileg, stutt í hláturinn og mjög góðhjörtuð manneskja. Hún var með rosalega stórt hjarta og mátti ekkert aumt sjá án þess að stökkva til og hjálpa eða aðstoða fólk (hvað þá sína nánustu) og það allra fyrst af öllum. Ef eitthvað bjátaði á lagði hún allt til hliðar án þess að hugsa sig tvisvar um til þess að mæta til þeirra sem á þess þurftu að halda.“

Þeir sem vilja sýna samhug og leggja söfnuninni lið geta lagt frjáls framlög inn á eftirfarandi reikning á nafni Arnars Óla, sonar hennar.

Reikningsupplýsingar: 0552-18-000236

Kennitala: 160805-3070