Erlendur úr Mýrinni handtekinn á Arnarhól

Lögreglan handtók mann á Arnarhóli við styttuna í gærkvöldi. Maðurinn var búinn að kveikja eld í ruslatunnu og ætlaði að hita sviðakjamma sinn. Ruslatunnan bráðnuð og maturinn brann yfir. Hann var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Eins og flestir muna sem lásu hina frábæru bók Arnalds Indriðasonar, Mýrin, borðaði Erlendur fátt annað en Sviðakjamma. Í samnefndri kvikmynd, sem Baltasar Kormákur gerði, bauð Erlingur hinum snobbaða samstarfsmanni sínum Sigurð Óla á BSÍ til að fá sér einmitt sviðakjamma. Sigurði langaði ekki neitt í hnossgætið og bað um grænmetisrétt.

Fékk hann þá tandurhreina íslensku beint í andlitið. „Það er ekkert Guacamole kjaftæði hér.“

Í öðrum færslum lögreglunnar segir frá ökumanni í hverfi 107 sem var stoppaður vegna gruns um ítrekað umferðaróhapp. Ökumaðurinn var búinn að aka á tvær bifreiðar og síðan af vettvangi. Hann var handtekinn grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna eða lyfja og síðan vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.