Er spádómur Björns í World Class að rætast? Sjáðu hvað hann sagði í október

29. október 2020
20:00
Fréttir & pistlar

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur boðað hertar aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Mun minnisblað þess efnis lenda fljótlega á borði heilbrigðisráðherra.

Á fundi almannavarna í dag sagði Þórólfur sjá fyrir sér að hertar aðgerðir þurfi ekki að standa mikið lengur en í tvær til þrjár vikur. Í framhaldinu væri þá hægt að hefja tilslakanir.

Líkamsrækarstöðvum var lokað á miðnætti 4. október síðastliðinn, þá var ekki lokað á leik­hús, sund­laugar og í­þróttastarf. Ræddi Fréttablaðið þá við Björn Leifsson, eiganda World Class, sem sagði:

„Ég hefði alveg væri alveg sáttur við að loka öllu bara tvær vikur eins og þau gerðu í mars og þá fengjum við að lifa lífinu,“ sagði Björn 4.október.

Kom hann í kjölfarið með eftirfarandi yfirlýsingu, eins konar spádóm:

„Hafðu mín orð fyrir því. Þetta mun ekki skila árangri þessar tvær vikur og þá verður öllu lokað í tvær vikur í kjöl­farið. Þannig þetta verður mánuður hjá okkur.“