Vittu til er verðið kallar á þig

Fyrirsögnin hér að ofan vitnar til gamalkunnugs skátasöngs – og einhvern veginn er það viðeigandi þegar kemur að neytendamálum heimilanna; að vera sífellt á varðbergi og að höfða til heiðarleika og skynsemi. Og kemur þá að efni pistilsins; er eitthvað vit í því að halda heimilisbókhald, skrifa hjá sér það sem maður kaupir næstum daglega úti í búð. Já, er einfalda svarið – og útfærslan getur til að mynda verið þessi:


Farðu í keppni við þig, freistaðu þess að kaupa sífellt skynsamlegra inn til heimilisins eftir því sem vikunum vindur fram. Búðu til kerfi, til dæmis tólf vikna kerfi, eða sem nemur þremur mánuðum – og takmarkið er að matarreikningurinn í byrjun minnki um fjórðung. Þetta snýst nefnilega allt um útsjónarsemi og ráðdeild; aðhald af þessu tagi fær mann til að hugsa hvað það er sem hagkvæmast er að kaupa, en ekki síður hitt; hvað það er sem óþarfi er að kaupa. Þetta er bara skemmtilegt. Og einmitt; vittu til er verðið kallar á þig.