Engir hjúkrunarfræðingar eða sjúkraliðar fengu fálkaorðu: „Elítuorður eru ekki fyrir fólkið sem vinnur verkin“

Nokkur gagnrýni hefur myndast í garð fálkaorðunnar. Orðan var veitt á Bessastöðum í dag, 17. júní, líkt og hefð er fyrir.

„Ég sakna þess nú að engin kemur úr hópi verkafólks, karla eða kvenna. Ég hafði vænst þess að þarna væru sjúkraliðar er hjúkrunarfræðingar eftir það sem undan hefur gengið,“ segir Kristbjörn nokkur í umræðum um fálkaorðuna á Stjórnmálaumræðunni á Facebook. Vísar hann til þess að mikið álag hefur verið á heilbrigðisstarfsfólki í Covid-19 faraldrinum.

Sjá einnig: Þau fengu fálkaorðuna í dag

Óskar nokkur segir að þetta snobb: „Elítuorður eru ekki fyrir fólkið sem vinnur verkin heldur fyrir þá sem skipa fyrir. Aftur þetta er fyrst og fremst fyrir fólk sem lifir á laununum sínum, ekki verkafólk. Takið eftir að Már Guðmundsson fær orðu fyrir að mæta í og vinna vinnuna sína.“

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður, virðist vera á svipaðri skoðun, en hún segir bara: „Einmitt.“