Enginn smitaður eða í sóttkví á Austurlandi

Alls eru 72 með virkt kórónaveirusmit hér á landi en þeim fjölgaði um fjórtán frá því í gær. Þrettán smit greindust innanlands og eitt við landamæraskimun en beðið er eftir mótefnamælingu úr því sýni.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greindi frá því á upplýsingafundi almannavarna að eini landshlutinn þar sem ekki væri smit væri Austurland en allir aðrir landshlutar glíma nú við virkt smit.

Þá eru 569 nú í sóttkví vegna veirunnar en flestir þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu. Aðrir dreifast um landið en þó er enginn í sóttkví heldur á Austurlandi.

Að sögn Þórólfs má búast við ákveðnum fjölda smita næstu daga þar sem það tekur eina til tvær viku að sjá árangur af þeim aðgerðum sem gripið var til fyrir helgi.

„Vonandi munu aðgerðir okkar skila því núna á næstunni að við förum að sjá árangur.“

Helstu upplýsingar um COVID-19 má finna hér fyrir neðan: