Engar grímur í strætó – Áfram grímur á spítalanum

Grímuskyldan verður afnumin í vögnum Strætó á morgun, 26. júní. Þetta staðfesti Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, við Fréttablaðið.

Öllum sam­komu­tak­mörkunum verður af­létt innan­lands frá og með morgun­deginum.

Grímu­skylda verður á­fram við lýði innan Land­spítala. Þá taka fimm nýjar reglur um heimsóknir gildi um mánaðarmótin.

  1. Gestir eru beðnir að gera grein fyrir sér við inn­ganga hjá öryggis­vörðum.

2. Fólk sem hefur ein­hver ein­kenni smitandi sjúk­dóma er beðið að fresta heim­sóknum þar til ein­kennin eru gengin yfir.

3. Gestir eru vel­komnir til sjúk­linga á Land­spítala á aug­lýstum heim­sóknar­tímum.

4. Gert er ráð fyrir tveimur gestum að há­marki hjá hverjum sjúk­lingi.

5. Grímu­skylda gildir á­fram á Land­spítala.