„Enda­laus fokking hroki og suss á fólk“

Atli Þór Fann­dal, fjöl­miðla­maður og fyrr­verandi ráð­gjafi Pírata skaut föstum skotum að Kristínu Soffíu Jóns­dóttur, borgar­full­trúa Sam­fylkingarinnar á sam­fé­lags­miðlinum Twitter í gær.

Til­efnið var færsla þar sem færsla Katrínar Atla­dóttur, borgar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokksins, um fallið tré í garði hennar var sett í sam­hengi við mál egypsku Kehdr fjöl­skyldunnar sem nú er á felum undan stjórn­völdum, þar sem vísa átti henni úr landi í síðustu viku.

Sjá einnig: Á suðupunkti í Silfrinu: Egill neyddist til að stöðva Atla og róa gesti niður

„Þetta þykir sjálf­stæðis­fólki sorg­legt. Bara ef lifandi verur þyrftu ekki að vera rifnar upp með rótum þar sem þær eru búnar að koma sér vel fyrir,“ skrifar Twitter notandinn Inga­Boogi­e og vísar þar auð­sjáan­lega í mál egypsku fjöl­skyldunnar.

Kristín Soffía kemur kollega sínum til varnar. „Þetta finnst mér ekki í lagi. Katrín er borgar­full­trúi og stendur sig vel. Hún er að leiða hjól­reiða­hóp og for­gangs­raða í­þrótta­mann­virkjun. Hún sem borgar­full­trúi hefur jafn mikið með brott­vísanir að gera og þú. Ef þú vilt að enginn nenni að vera í pólitík þá er þetta leiðin.“

Týpískt fyrir full­trúa Sam­fylkingarinnar

Atli Þór bregst ó­kvæða við vörnum Kristínar til handa kollega sínum. Hann svarar um­mælum Kristínar og segir týpískt að sjá full­trúa Sam­fylkingarinnar verja ein­hvern sem gagn­rýni full­trúa Sjálf­stæðis­flokksins.

„Djöfull er það týpískt að full­trúi
@Sam­fylkingin drulli yfir ein­hvern sem gagn­rýnir full­trúa sjálf­stæðis­flokksins. Djöfull er þetta týpískt fyrir þig Kristín Soffía. Ens­laus fokking hroki og suss á fólk en med­virkni og tvö­falt sið­ferði með xd. Hvað er hægt að vera mikill luser.“

Kristín gefur ekki mikið fyrir orð Atla. „Hef ekki verið í námi er­lendis síðan 2009 en vogaði mér til út­landa í fæðingar­or­lofi sem má. Þú ert hræði­legur.“

Atli er ekki hættur þar.

„Þú verð bara ná­kvæm­lega enga virðingu fyrir fólkinu sem kom þér í þessa stöðu. Ó­trú­legt að kjörinn full­trúi skammist í al­menning fyrir að gagn­rýna politikus. Get ekki hugsað mér verri ör­lög en að njóta virðingar þinnar þannig að bestu þakkir. Inga­boogi­e getur látið skoða þetta,“ skrifar Atli.

Kristín svarar:

„Endi­lega aldrei styðja mig í nokkru Fold­ed hands Þú áttar þig ekki á því hvað þú ert skað­legur. Hvaða flokk ertu annars að pestera núna?“ og svarar Atli:

„Þetta er æði. Endi­lega gefðu í Kristín Soffía. Alls ekki biðjast af­sökunar á að skamma fólk fyrir að gagn­rýna full­trúa sjálf­stæðis­flokksins í máli sem vekur reiði hjá fólki og snertir börn í leit að vernd.“

Þá blandar Katrín sér sjálf inn í um­ræðuna:

„Kristín Soffía er klár og fylgin sér. Hún kynnir sér málin vel og vinnur vel að öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur. Borgar­búar eiga mjög góðan full­trúa í henni og þetta orð­færi þitt að ofan dæmir sig sjálft. Ef þú vilt að engin nenni að vera í pólitík þá er þetta leiðin.“