Eldhúsið hjá Sjöfn tekið í gegn og endurhannað

Í þættinum Matur og Heimili í kvöld bregður þáttastjórnandinn, Sjöfn Þórðar út af vananum og býður áhorfendum heim í eldhúsið sitt. Sjöfn hefur ákveðið að fara í framkvæmdir og umbylta eldhúsinu sem er með upprunalegum innréttingum hússins frá árinu 1972. Hún hefur fengið til liðs við sig innanhússarkitektinn Berglindi Berndsen til hanna og teikna fyrir sig þar sem notagildið og fagurfræðin verður í fyrirrúmi.

M&H Eldhús Sjafnar fyrir breytingar 2 2021.jpeg

„Hér erum við með heilmikið rými og tækifæri til að nýta það enn frekar til að bæta vinnuaðstöðuna í eldhúsinu og gera þetta rými meira aðlaðandi og nútímalegra þannig að fjölskyldan geti verið hér í eldhúsinu að njóta,“segir Berglind og nefnir jafnframt að markmiðið eiga að vera að hámarka nýtinguna á rýminu og flétta fagurfræðinni með. „Við getum fengið miklu meira skápapláss, bætt lýsinguna en hér er í raun engin vinnulýsing, við þurfum að bæta úr þessu.“

M&H Eldhús Sjafnar fyrir breytingar 2021.jpeg

Meira um endurhönnun Berglindar á eldhúsinu hennar Sjafnar í kvöld í þættinum Matur og Heimili klukkan 20.00 og aftur klukkan 22.00 á Hringbraut. Athugið sýningartíma þáttarins seinkar um klukkustundu vegna Kosningaþáttarins sem hefst beint eftir Fréttavaktina.

MH þáttur 6 - Sólheimar og Eldhúsið hennar Sjafnar.00_19_01_23.Still008.jpg

Berglind Berndsen innanhússarkitekt fer yfir tillögur sínar að hönnun eldhússins með Sjöfn Þórðar í þættinum í kvöld.