Ekki skera sítrónuna í tvennt

Sítróna er náttúrlega tískuávöxturinn um þessar mundir og nánast allra meina bót, til dæmis í volgum vatnsglasinu á morgnana, en meðp viðbættum safa úr sítrónunni er hann einkar heilusamlegur fyrir skrokkinn og eiginlega fyullkomin byrjun á deginum. En hvernig á að nálgast safann úr sítrónunni? Ef þetta er spurning er svarið næsta einfalt: Ekki skera sítrónuna í tvennt; þannig þornað hún fyrr en ella. Miklu betra er að stinga gat á ávöxtinn, svona hálfrar sentimetra breitt og kreista safann út um gatið í hvert sinn sem á þarf að halda. Með þessu móti þornar sítrónan mun síður upp en ef hún er skorin í tvennt eins og algengast er í eldhúsum landsmanna.