Ekið á Stefán og Steinunni: „Fljótir að kveða upp dauðadóm“

Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson og eiginkona hans, þingmaðurinn Steinunn Þóra Árnadóttir, lentu í leiðinlegu atviki í miðri kosningabaráttunni en keyrt var aftan á bíl þeirra á horni Háaleitisbrautar og Listabrautar. „Þetta var alls ekki harður árekstur, þannig blésu líknarbelgirnir ekki út og við kenndum okkur einskis mein. Stuðarinn á litlu Yaris-dósinni var í klessu og skottið var eitthvað gengið til, svo maður sá fram á einhvern tíma á verkstæði...,“ segir Stefán á Facebook.

„Þegar þangað var komið, voru bifvélavirkjarnir hins vegar fljótir að kveða upp dauðadóm. Átta ára gamlir bílar þykja víst forngripir og bílaviðgerðir svo dýrar að engin glóra sé talin í að reyna að laga neitt. Allt sett í tætarann. Fyrrum bíllinn okkar er augljóslega orðinn einhvers konar táknmynd fyrir samtímann...“

Svanborg Sigmarsdóttir, sem starfar fyrir Viðreisn í borgarstjórn, kannast við slíkan „dauðadóm“:

„Fyrir einhverjum árum fékk bílinn minn svona dauðadóm og ég sá fyrir mér tætarann. Einverjum mánuðum síðan hringdi svo maður á Suðurlandinu sem hafði keypt ónýtan bílinn. Í þrifum hafði hann rekist á týnt ökuskírteinið mitt. Það er ekkert mjög langt síðan að ég sá að þau voru í borgarferð á "ónýtum bílnum".“

Stefán þekkir fleiri slík dæmi: „Það er svipuð saga úr famelíunni af jeppling sem tryggingarfélagið úrskurðaði haugamat en svo sást hann í góðum gír á Kringlumýrarbrautinni nokkru síðar.“