Ei­ríkur segir Kristján Þór hafa haft sam­band eftir að hann lækaði færslu

„Kristján Þór tekur læk al­var­lega. Einu sinni hafði hann sam­band við mig og var ó­sáttur við að ég hafði lækað færslu þar sem eitt­hvað var sneitt að honum,“ segir Ei­ríkur Rögn­valds­son, fyrr­verandi prófessor í ís­lensku, í at­hyglis­verðri at­huga­semd undir færslu Illuga Jökuls­sonar fjöl­miðla­manns.

Illugi deildi þar frétt Stundarinnar þar sem greint var frá því að Kristján Þór Júlíus­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins og sjávar­út­vegs­ráð­herra, hefði sett læk við færslu á Face­book um liðna helgi þar sem fram kom nokkuð hörð gagn­rýni á RÚV vegna frétta­flutnings af mál­efnum Sam­herja.

Vaktið lækið at­hygli, ekki síst í ljósi stöðu Kristjáns sem sjávar­út­vegs­ráð­herra og vin­skapar hans við Þor­stein Má Bald­vins­son, for­stjóra Sam­herja.

Ei­ríkur út­skýrir ekki frekar hve­nær Kristján Þór hafði sam­band eða hvers eðlis at­huga­semdirnar voru.

Ef marka má frá­sögn Ei­ríks er Kristján Þór ekki eini ráð­herrann sem lætur á­kveðin „læk“ fara í taugarnar á sér. Sigur­jón M. Egils­son sagði frá því árið 2017 að Bjarni Bene­dikts­son hefði sagst aldrei ætla að tala við hann aftur því hann hefði borið út ó­hróður um sig og fjöl­skyldu sína. Síðar kom í ljós að Sigur­jón hafði lækað færslu á Face­book sem Bjarni var ekki sáttur við.

Samherjar læka sína.

Posted by Illugi Jökulsson on Þriðjudagur, 15. desember 2020