Ei­ríkur fékk ó­hugnan­legan tölvu­póst eftir við­tal á Bylgjunni í morgun

Mál­fræðingurinn Ei­ríkur Rögn­valds­son greinir frá óþægilegum og óhugnalegum tölvupósti sem hann fékk eftir að hann mætti í Sprengju­sand á Bylgjunni í morgun. Hann

„Í morgun var talað við mig í þættinum Sprengi­sandi á Bylgjunni í fram­haldi af því sem ég skrifaði um daginn um er­lendan hreim hjá fjall­konunni. Ég reikna með því að það sem ég sagði þar sé á­stæðan fyrir því að ég fékk eftir­farandi nafn­lausan tölvu­póst áðan. Mér fannst það satt að segja frekar ó­þægi­legt og ó­hugnan­legt,“ skrifar Ei­ríkur á Facebook áður en hann birti síðan póstinn.

Hér að neðan má sjá tölvu­póstinn sem Ei­ríkur fékk:

„Fólk vill ekki þennan mikla inn­flutning á út­lendingum og þess vegna hatar fólk að pólsk manneskja skuli vera valinn og svo bætir það ekki að hún kunni ekki ís­lensku. Vinstra fólk eins og þú búið í LA LA landi. Þið hafið enga til­finningu hvað er að gerast í hausi fólks. Hatrið mun bara vaxa og það er á á­byrgð fólks eins og þér. Að flytja fólk frá öðrum menningum í stórum stíl er hættu­legt fyrir lýð­ræðið. Ekki mál­far. Hennar van­kunn­átta hafði minnst um það að segja að fólk tjáir sig um þetta á nei­kvæðan hátt. Fullt af fólki hatar og eða fyrir­líta Pól­verja. Maðurinn sem skaut á Pól­verjann vissi að hann var að skjóta á út­lending og jafn­vel að hann var að skjóta á Pól­verja. Kannski var fjall­konu­at­riðið hvötin af því. Það sem fyllti mælinn hjá honum. Bullið sem kemur oft frá á­lits­gjöfum í fjöl­miðlum er stundum alveg ein­stakt. Svo ýtur þú enn meira undir þetta hatur með því að segja að það muni koma enn­þá fleiri út­lendingar í landið og gerir sjálfan þig aug­ljós­lega að manni sem óskar eftir fjöl­menningu vegna ein­hverja undar­legra hvata og eða kannski ein­göngu byggt á ein­hverri undar­legri hug­myndar­fræði að við munum öll vera svo hamingju­söm sem ó­líkt fólk með ó­líkar hug­myndir um lífið. Að það sé allt í lagi að flytja inn fólk í stórum stíl sem hafa mikla for­dóma gagn­vart sam­kyn­hneigðum og fólki af öðrum kyn­þáttum. Þá er ég að tala um Múslima, Pól­verja og Úkraníu­menn til dæmis. Þeirra for­dómar eru miklir. Talaðu við tíu Pól­verja og að minnsta kosti fimm þeirra munu sýna for­dóma. Talaðu við tíu trúar­iðkandi Múslima og að minnsta kosti fimm þeirra munu tjá hatur gagn­vart Vestur­löndum og fylgni gagn­vart Sharía lögum. Þið í Há­skólanum sjáið heiminn í ein­hverri síu sem byggist ekki á stað­reyndum. Frekar ósk­hyggju. Fræða­sam­fé­lagið er ekki gáfaðri en það. Byggir meira á hug­myndar­fræði frekar en stað­reyndum.“