Einn í öndunarvél á Landspítalanum með COVID-smit

Karlmaður á fertugsaldri er í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans með COVID-19 smit. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna vegna COVID-19 faraldursins.

Eins og greint hefur verið frá greindust 17 innanlandssmit hér á landi síðasta sólarhring sem er það mesta á einum degi síðan 9. apríl síðastliðinn.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði í fréttum RÚV fyrir hádegi að til skoðunar væri að setja nokkra þeirra sem nú eru smitaðir á gjörgæsludeild. Sagði Þórólfur að nokkrir væru nú til skoðunar á COVID-deild Landspítalans. Þá sagði Þórólfur að Íslendingar mættu búast við að sjá fleiri alvarleg veikindi á næstunni líkt og gerðist í vor, fljótlega eftir að faraldurinn fór fyrst á flug hér á landi.

Nánar á vef Fréttablaðsins.