Einfaldasta laxasalat í heimi toppað með ávöxtum

Ásdís Ósk Valsdóttir fasteignasali og lífskúnster og elsti sonur hennar Axel Valur Þórisson byrjuðu að tileinka sér hreint fæði fyrir nokkrum mánuðum og hefur aldrei líði betur á líkama og sál. Mæðginin hafa verið að þróa sínar eigin uppskriftir í nokkra mánuði og eru að fara af stað með matarblogg. Þau eru komin af stað með www.cleanlife.is og tilgangurinn er tvíþættur. Annars vegar að halda utan um sínar uppskriftir þannig að þegar hann flytur að heiman þá þurfi hún ekki að hringja í hann og hins vegar að byggja upp gott safn af hollum uppskriftum sem allir geta nýtt sér. Hægt er að fylgjast með hugmyndum fyri matseldina hjá Ásdísi á Instagramsíðu hennar @asdisoskvals

FBL_Ásdís Ósk Valsdóttir & Axel Valur Þórisson.jpg

Ásdís Ósk Valsdóttir og sonur hennar Axel Valur Þórisson eru á því að lykillinn að vellíðan sé hreint fæði.

Við fengum Ásdísi til að deila með okkur eitt af sínum uppáhalds salötum sem gleður bæði sál hennar og líkama.

Laxasalat með ávöxtum

Fyrir einn – tvöfalda skammtinn fyrir tvo

100 g reyktur lax (notar tilbúinn, fæst í öllum matvörubúðum) skorinn í munnstóra bita
Góða lúkku af salati að eigin vali og eftir smekk (notar gjarnan salatið frá Vaxa Iceland)

Spírur frá Vaxa

10-15 stk. macademiuhnetur

15-20 stk. bláber

1/3 meðalstórt mangó skorið í litla bita,

4 stk. jarðarber skorin í bita

Byrjið á því að setja salatið í skál, síðan er laxabitum dreift yfir, ávaxtabitunum þar næst og loks er salatið toppað hnetunum og með spírum frá Vaxa eftir smekk. Berið fram á fallegan hátt og njótið.