Einar út­skýrir hvers vegna hann sagði Kára ruglaðan

28. maí 2020
10:46
Fréttir & pistlar

Einar Þor­steins­son, frétta­maður RÚV og spyrill Kast­ljóssins í við­tali við Kára Stefáns­son í gær­kvöldi, út­skýrir hvers vegna hann sagði Kára Stefáns­son ruglaðan.

Við­taliðvakti mikla at­hygli og sitt sýnist hverjum. Sumum þótti Kári sýna af sér dóna­skap í við­talinu en aðrir töldu að Einar hefði sýnt Kára dóna­skap þegar hann sagði að hann væri ruglaður.

„Beinar sjón­varps­út­sendingar eru mis­munandi miklar ó­vissu­ferðir. Við­talið í gær við Kára Stefáns­son var nokkuð ó­venju­legt en um leið skemmti­leg reynsla. Kári er ein­stakur maður sem talar tæpi­tungu­laust,“ segir Einar og bætir við að það hafi ekki farið fram­hjá honum að sumum hafi þótt hann sýna Kára dóna­skap með því að segja að hann „væri ruglaður“.

„Það er vissu­lega ó­venju­legt að segja svona en mér fannst á þessu augna­bliki það að blokka síma­númer Þór­ólfs sótt­varna­læknis ein­fald­lega dáldið rugluð á­kvörðun,“ segir Einar á Face­book-síðu sinni og bætir við að þetta hafi ekki verið illa meint.

„Og ekki sagt nema til að fanga augna­blikið sem var svo furðu­legt. Við Kári áttum gott spjall fyrir og eftir við­talið. Ég byrjaði að af­saka mig að­eins fyrir hvað þetta varð ó­hefð­bundið við­tal en Kári stoppaði mig og sagði mér að hætta að af­saka mig, ég hefði ekki gert neitt rangt. Þetta hefði verið gott við­tal.“

Mynd: Skjáskot úr Kastljósi í gærkvöldi.