Einar myrtur – Talið tengjast mannráni

Sænski rapparinn Einar var myrtur í Stokkhólmi í nótt, var hann skotinn til bana í Hammarby sjöstad. Einar, sem heitir réttu nafni Nils Kurt Erik Ein­ar Gronberg, var aðeins 19 ára gamall, hefur hann notið mikilla vinsælda í Svíþjóð og var vinsælastur á Spotify í landinu árið 2019.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann verið á glæpabrautinni og fjalla lögin hans mörg um vímuefni og vopn. Þá var hann í útistöðum við rapp­ar­ann Yasin sem var dæmdur í 10 mánaða fangelsi fyrir að hafa ætlað að ræna Einari. Einari var rænt af rapparanum Haval, Einar var bundinn og myndir teknar af honum. Sænskir fjölmiðlar telja líklegt að morðið tengist greiðslu lausnargjalds sem hafi aldrei borist.

Tveir menn sáust yfirgefa vettvanginn, lögregla leitar þeirra nú.