Einar leggur til að tekin verði upp ný skylda á eftir grímu­skyldunni

23. október 2020
14:48
Fréttir & pistlar

Einar Bárðar­son, laga­höfundur og þúsund­þjala­smiður, leggur til að sótt­varna­ráð­herra taki upp nýja skyldu, sam­bæri­legri grímu­skyldunni, nú á tímum CO­VID-19.

„Í næstu til­lögum sótt­varna­læknis til ráð­herra þarf að vera “gleði­skylda”. Grímu­skyldan er fyrir líkam­legar varnir en gleðin fyrir and­legar varnir,“ segir Einar á Face­book-síðu sinni og er ó­hætt að segja að margir taki undir.

„Besta sem ég hef lesið í dag,“ segir til dæmis einn í at­huga­semdum.

Einar endar færsluna sína á þessum orðum:

„Fólk má ekki tapa gleðinni í þessum bé­víta. Ef gleðin fer þá er kær­leikurinn næstur og þá er allt farið. Lifum í á­byrgð en ekki ótta. Ást og friður inn í helgina.“