„Einar hefur oft lagst lágt í Kast­ljósinu, en aldrei eins og núna“

Guð­mundur Gunnars­son, fyrr­verandi for­maður Raf­iðnaðar­sam­bandsins, vandar Einari Þor­steins­syni, frétta­manni Kast­ljóss, ekki kveðjurnar fyrir fram­göngu hans í þættinum í kvöld.

Til­efnið er við­tal Einars við Má Kristjáns­son, yfir­lækni smit­sjúk­dóma­lækninga á Land­spítalanum, í Kast­ljósi kvöldsins. Þar spurði Einar Má spjörunum út vegna nýrrar skýrslu Land­spítalans um hóp­sýkinguna á Landa­koti.

Guð­mundur sakar Einar um að verja fjár­sveltið sem heil­brigðis­kerfið hefur þurft að búa við með fram­göngu sinni í Kast­ljósi í kvöld.

„Einar velur það að ráðast á starfs­fólkið. Allir sem hafa kynnt sér þetta vita að það er sá að­búnaður, fjárs­sveltið, sem skapar þessar að­stæður, það var bara spurning hver­nær þetta myndi gerast. Hverjir hafa verið ráðandi í fjár­mála­ráðu­neytinu og í­trekað frestað byggingu Land­spítalans?“

Einar hefur oft lagst lágt í Kastljósinu, en aldrei eins og núna. Víðbót Hann berst um að verja fjársveltið sem...

Posted by Guðmundur Gunnarsson on Monday, 16 November 2020