Einar Bárðar orð­­laus yfir Bríeti – Á stalli með þeim bestu

„Ég á ekki til orð yfir nýju plötuna hennar Bríetar til að gera hrifningu minni nægjan­­lega góð skil. Ég hef fylgst með henni lengi og séð hana þroskast og eflast sem söng­­kona en ekki síst sem laga­höfundur,“ segir Einar Bárðar­­son, laga­höfundur og þúsund­­þjala­­smiður.

Einar hrósaði tón­listar­­konunni Bríeti í há­­stert á Face­­book-síðu sinni í dag en plata hennar, Kveðja, Bríet, kom út á dögunum og er ó­­hætt að segja að henni hafi verið vel tekið.

„Lögin sem hún og Pálmi (Ragnar Ás­­geirs­­son) eru að semja og vinna í þessari plötu er al­­gjör unun fyrir eyrun. Mikið hjarta í textunum og næmni í öllu út­­setningum og hvert lagið á fætur öðru ögrandi en samt svo á­­reynslu­­laus í flutningi og full­kom­­lega laus við alla til­­­gerð,“ segir hann.

Einar segist ekki vera í nokkrum vafa um að snemma á þessari öld hefði platan selst í að minnsta kosti 20 þúsund, ef ekki 30 þúsund, ein­tökum.

„Það hefði sett hana á stall með Mugi­­son, Ás­­geiri Trausta, Garðari Thór og hugsan­­lega fleirum .. hvað plötu­­sölu á heima­­markaði varðar. Nú er öldin hrein­­lega önnur og raun tölur Spoti­­fy gefa strax til kynna að þjóðin er kol fallin fyrir Bríeti og það þarf ekkert að telja út jóla­­­söluna til að átta sig á því,“ segir Einar sem endar færslu sína á Face­­book með þessum orðum:

„Ég óska henni og Pálma og öllum þeim sem eru að vinna með henni til hamingju með þetta frá­bæra verk og ykkur öllum mikill heilla í fram­­tíðinni.“