Eig­andi Öl­ver: „Ég mundi líka bjóða Þór­ólfi upp á ham­borgara ef ég gæti“

25. janúar 2021
10:18
Fréttir & pistlar

Gylfi Jens Gylfa­son, eig­andi Öl­vers sport­bars, furðar sig á heim­sókn Þór­ólfs Guðna­sonar, sótt­varnar­læknis og Víðis Reynis­sonar, á Ham­borgara­fabrikkuna, þar sem þeir gæddu sér ný­verið á nýjum ham­borgara. Hann segist líka myndu bjóða þeim til sín ef hann gæti.

Greint var frá því í Frétta­blaðinu um helgina að Þór­ólfur hefði loks smakkað „heiðurs­borgara“ sem nefndur var Rúdólfur í höfuðið á honum, á Ham­borgara­fabrikkunni í síðustu viku. Mynd af Þór­ólfi að bragða borgarann, á­samt Jóhannesi Ás­birns­syni eig­anda Fabrikkunnar og Víði Reynis­syni yfir­lög­reglu­þjóni, fylgdi fréttinni. Fé­lagarnir þrír gátu leyft sér að vera nokkuð inni­legir en bæði Víðir og Jóhannes hafa fengið Co­vid-19 og eru með mót­efni.

„Ég mundi líka bjóða Þór­ólfi upp á ham­borgara ef ég gæti. Þór­ólfur hefur hins vegar komist að þeirri há­vísinda­legu niður­stöðu með full­tingi heil­brigðis­ráð­herra að neysla ham­borgara á Sport­barnum Öl­ver feli í sér aukna smit­hættu á Co­vid 19 um­fram aðra veitinga­staði og skuli því vera lokað,“ skrifar Gylfi.

Þá hnýtir hann einnig í Þór­ólf fyrir að sitja svo ná­lægt sessu­nautum sínum. Líkt og al­þjóð lík­legast veit eru kráar­eig­endur afar ó­sáttir með að­stæður sínar, en þeim sem ekki hafa veitinga­leyfi, hefur verið gert að hafa lokað svo mánuðum skiptir. Ljóst er að Ham­borgara­fabrikkan hefur haft opið allan tímann en ekki Öl­ver.

„Ég get þó lofað Þór­ólfi því að ég mundi ekki gera kröfu um mynda­töku í aug­lýsinga­skyni og alls ekki gera kröfu um faðm­lag. Það eru jú til­mæli um fjar­lægðar­mörk sem ber að virða. Við erum öll í þessu saman eða næstum því að minnsta kosti,“ skrifar Gylfi.

Þór­ólfur segist ekki vera sam­mála túlkun Gylfa á myndinni, í sam­tali við Vísir.is. Hann segir hana ekki ó­heppi­lega.

„Nei, ég er ekkert sam­mála því. Veitinga­staðir eru opnir og báðir þessir aðilar eru búnir að fá Co­vid, þannig að það var allt saman innan þeirra marka sem við erum sjálf að predika. Það getur vel verið að menn séu ó­sáttir við að krár megi ekki hafa opið til dæmis, en í þessu til­felli held ég að það hafi verið farið alveg eftir reglum.“