Egill vill nota gulu hátalarana fyrir öskur innfæddra

Óhætt er að fullyrða að landsmenn séu í vægu áfalli yfir því að Verslunarmannahelginni hafi í raun verið aflýst með hertari aðgerðum gegn kórónaveirunni.

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segir í pistli á Facebook-síðu sinni að hann hafi verið í þeim hópi sem taldi opnun landsins vera óráð en hann hafi vonað að bjartsýnafólkið hefði rétt fyrir sér í það skipti. Svo fór þó ekki og nú blasir við að Íslendingar hefur þurft að sýna miklu meiri aðgát gagnvart erlendum ferðalöngum.

„Nú er frelsið sem við nutum hér fyrr í sumar fyrir bí - að minnsta kosti í bili. Skólahald í haust gæti verið í uppnámi og öll mannamót. Kári Stefánsson vill harðari aðgerðir en voru boðaðar í dag. Við skulum vona innilega að þetta dugi," skrifar Egill.

Að lokum deilir hann hugmynd vinar síns - að hægt væri að endurnýta gulu hátalarana sem notaðir voru til þess að endurvarpa öskrum erlendra áhugamanna um Íslandsheimsókn.

„Í þetta sinn fyrir öskur innfæddra," skrifar Egill.

Let_it_out.jpg