Egill ótta­sleginn: Verður öllu lokað aftur? Brjál­æðis­legar tölur á landa­mærunum

„Það er eigin­lega brjál­æðis­legt hversu hátt hlut­fall flug­far­þega greinist nú með kóvíd­smit,“ segir sjón­varps­maðurinn Egill Helga­son á Face­book-síðu sinni.

Egill vísar í tölur sem birtar voru í morgun þess efnis að tuttugu og sex smit hefðu greinst á landa­mærunum í gær. Eins og flestir vita eru á­ætlunar­ferðir til landsins ekki mjög tíðar um þessar mundir og því ekki mjög margir far­þegar að baki þessum tölum.

„Maður hugsar – hvílíkt magn af veiru er að berast hér inn fyrir land­steinana! Nú er búið að af­létta ýmsum sam­komu­tak­mörkunum og skólar eru opnir – en er nema tíma­spurs­mál hve­nær breska af­brigðið fer að breiðast út hér og allt fer að loka aftur?“

Faraldurinn víða í vexti

Kórónu­veirufar­aldurinn hefur verið í örum vexti víða í kringum okkur og endur­speglast það vel í fjölda smita sem greinast á landa­mærunum. Sem fyrr segir greindust 26 smit í gær; sex greindust í fyrri skimun og fjögur í seinni skimun. Tveir voru með mót­efni og beðið er niður­stöðu mót­efna­mælingar frá fjór­tán manns. Ekki hafa áður greinst jafn mörg smit á landa­mærunum síðan far­aldurinn hófst.

Eins og flestir vita tóku breytingar á sam­komu­banni gildi á mið­nætti og mega nú tuttugu koma saman í stað tíu áður. Þá hafa líkams­ræktar­stöðvar opnað aftur, með ströngum skil­yrðum þó, og þá mega veitinga­staðir taka á móti tuttugu gestum í stað fimm­tán áður. Reglurnar gilda til 17. febrúar næst­komandi.

Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir lagði til í síðustu viku að allir þeir sem koma til landsins yrðu skyldaðir í sýna­töku á landa­mærunum. Svan­dís Svavars­dóttir heil­brigðis­ráð­herra varð ekki ekki við þeirri til­lögu en þeir sem neita að fara í sótt­kví þurfa þess í stað að fara í fjór­tán daga sótt­kví í far­sóttar­húsi.

Segjast ætla að hunsa sóttkví komist þeir til landsins

Þó nokkrir taka þátt í um­ræðunum undir færslu Egils. Ein bendir á að trú­lega fari margir sem koma til landsins í mat­vöru­verslanir, jafn­vel áður en niður­stöður úr prófum berast. „Veit alla­vega dæmi þess. Vildi helst kyrr­setja þá sem koma til landsins þangað til niður­stöður liggja fyrir,“ segir ein.

Þá segist ein hafa fylgst með um­ræðum ungra Frakka á Face­book þar sem þeir leita ráða til að komast til Ís­lands, ýmist til að leika sér, ferðast um landið að vetri til eða leita sér að vinnu.

„Í 90% til­fella ætla þeir að hunsa sótt­kví ef þeir eru skikkaðir til þess. Þeir sem svara hund­skamma þá en það má alveg lesa úr þessu al­mennan brota­vilja. Enn meira á­stæða til að herða kröfurnar við komuna til landsins - og eftir­litið.“