Egill ó­sáttur: Telur sjálfsagt að birta nöfn og myndir af frönsku ferða­mönnunum

„Manni sýnist að sektirnar sem vofa yfir þessum frönsku ferða­mönnum séu hlægi­legar. En það er sjálf­sagt að birta nöfn þeirra og myndir af þeim – þetta eru menn sem hafa gerst sekir um mjög al­var­leg brot.“

Þetta segir fjöl­miðla­maðurinn Egill Helga­son á Face­book-síðu sinni. Egill deilir þar frétt Vísis frá því í gær þar sem greint var frá því að fjölda smita sem komið hafa upp í hol­skeflunni undan­farna daga mætti rekja til tveggja franskra ferða­manna sem greindust með veiruna um miðjan ágúst. Þeir hafi farið í ein­angrun en ekki fylgt öllum sótt­varnar­reglum.

Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagðist á upp­lýsinga­fundi í gær ekki geta veitt miklar upp­lýsingar um ferða­mennina, hvert þeir fóru eða í hverju brot þeirra á sótt­varnar­reglum fólst.

„Ég hef upp­lýsingar um það að erfitt hafi verið að fá þá til að fylgja leið­beiningum. Meira get ég eigin­lega ekki sagt,“ sagði Þór­ólfur.

Egill – og raunar fleiri sem tjá sig undir færslu hans – telur fá­rán­legt að halda svona upp­lýsingum leyndum. Þor­finnur Ómars­son segir til dæmis: „Af hverju kemur ekki fram í hverju þeirra brot voru fólgin? - furðu­legt að til­greina ekki hvernig þeir brutu sótt­varnar­reglur, það geta verið mjög mikil­vægar upp­lýsingar.“

Egill segir að ferða­mennirnir hafi með fram­ferði sínu valdið veikindum og vinnu­tapi, sálar­angist, sett sam­fé­lag á annan endann og gætu hugsan­lega or­sakað dauða eða ævi­löng veikindi.

Egill er spurður að því hvort það sama, það er nafn- og mynd­birting, eigi að gilda líka fyrir þá sem eru gripnir fyrir of hraðan akstur og stofna þannig lífi veg­far­enda í hættu.

Í svari sínu bendir Egill á að ferða­mennirnir hafi með fram­ferði sínu valdið veikindum og vinnu­tapi, sálar­angist, sett sam­fé­lag á annan endann og gætu hugsan­lega or­sakað dauða eða ævi­löng veikindi. „Það mætti þá vera öku­níðingur sem veldur býsna stóru bíl­slysi,“ segir Egill og bætir við að ein­staklingar sem með ofsa­akstri hefðu valdið við­líka tjóni yrðu án efa nafn­greindir.

„Þessir menn fá varla sekt fyrir glæp­sam­lega hegðun sína. Það er sjálf­sagður frétta­flutningur og á fullt erindi í fjöl­miðla.“

Manni sýnist að sektirnar sem vofa yfir þessum frönsku ferðamönnum séu hlægilegar. En það er sjálfsagt að birta nöfn þeirra og myndir af þeim – þetta eru menn sem hafa gerst sekir um mjög alvarleg brot.

Posted by Egill Helgason on Mánudagur, 21. september 2020