Egill á­hyggju­fullur: „Þetta gengur ekki upp“ – Björn Ingi segir stöðuna stórmerkilega

20. október 2020
11:56
Fréttir & pistlar

„62 til­felli í dag. 5 í seinni landa­mæra­skimum. Og á sama tíma eru líkams­ræktar­stöðvar að opna. 53 prósent utan sótt­kvíar. Þetta gengur ekki upp. Við verðum að gera betur í að ná þessu niður.“

Þetta segir sjón­varps­maðurinn Egill Helga­son á Face­book-síðu sinni. Eins og Egill bendir á í færslu sinni greindust 62 innan­lands­smit í gær. Er það í takti við það sem verið hefur undan­farna daga en þó víðs fjarri þeim tölum sem sáust til dæmis fyrstu daga mánaðarins þegar 80 til 100 manns voru að greinast.

Fjöl­margir taka undir með Agli á Face­book-síðu hans og í þeim hópi er Pétur Örn Björns­son, bók­mennta­fræðing og arki­tekt, sem óttast að nú kunni smit að koma upp á líkams­ræktar­stöðvum.

„Þau smit munu þá skrifast al­farið á á­byrgð heil­brigðis­ráð­herra, sem gengið hefur bein­línis gegn vel í­grunduðum og góðum til­mælum sótt­varna­læknis. Það lofar ekki góðu. Glund­roðinn hefur tekið völdin,“ segir hann.

Einn spyr Egil hvort þetta sé ekki svipað og áttast um­ferðar­slys út frá talningu á bílum og hvort ekki væri réttar að horfa á sjúkra­húss­inn­lagnir. Því svarar Egill: „Þjóðir sem eru með ívið hærri smit­tíðni en við eru bein­línis að fara í lock­down. Það eru stærri og flóknari sam­fé­lög en okkar. Við eigum mögu­leika á því, með smá þolin­mæði, að koma þessu veru­lega niður.“

Björn Ingi Hrafns­son, rit­stjóri Viljans og höfundur bókarinnar Vörn gegn veiru, segir að upp sé komin stór­merki­leg staða í varnar­bar­áttu okkar sem sam­fé­lags gegn veirunni.

„Sótt­varna­læknir telur sér­stak­lega vara­samt við þessar að­stæður að opna líkams­ræktar­stöðvar. Hann segir að smit innan veggja þeirra hafi verið ein helsta uppi­staðan í þeirri bylgju sem við höfum verið að kljást við undan­farnar vikur og sér ekki fyrir endann á. En nú ber svo við að skrif­stofu­fólk í heil­brigðis­ráðu­neytinu (á á­byrgð heil­brigðis­ráð­herra) er ekki sam­mála honum og ætlar víst að leyfa opnun líkams­ræktar­stöðvanna í dag. Er ekki þá rétt að þetta sama skrif­stofu­fólk mæti á næstu upp­lýsinga­fundi og fari yfir með okkur hvernig það vill tækla næstu skref?“