Ég missti trúna á guð

Bryndís Schram var í áhrifamiklu viðtali í þættinum Mannamáli á Hringbraut í gærkvöld, en þar ræddi hún meðal annars dótturmissi sinn fyrir tveimur árum þegar Snæfríður, dóttir hennar og Jóns Baldvins Hannibalssonar varð bráðkvödd í blóma lífsins. "Ég á erfitt með að tala um þetta," sagði Bryndís lágum rómi í samtali sínu við Sigmund Erni, en hélt svo áfram: "Ég talaði um það fyrir nokkrum dögum að ég hefði misst trúna á guð við andlát hennar; mér fyndist sem ég hefði verið svikin. Ég fann að mörgum brá við þessi orð mín og einhverjir tóku því vísast illa að ég hefði sagt þetta." Og síðar komst Bryndís svo að orði: "En ef maður trúir því að guð sé algóður, alvitur og allsráðandi þá er þetta ekki réttlátt."


Viðtalið í heild sinni er hægt að horfa á hér: