„Ég held að það myndi enginn meiðast af því að af­­lýsa Þjóð­há­­tíð“

„Ég held að það myndi enginn meiðast af því að af­­lýsa Þjóð­há­­tíð. Ó­­­sköp ein­fald­­lega vegna þess að á þessum stöðum þar sem menn drekka á­­fengi þá minnka hömlur og þegar hömlur minnka verða meiri og meiri líkur á þeirri tegund sam­­skipta sem getur leitt til smits.“

Þetta segir Kári Stefáns­son, for­stjóri Ís­lenskrar erfða­greiningar í sam­tali við Frétta­blaðið um nýtt á­stand í far­aldrinum hér á landi. Hann segir að 99,5% þeirra sem smitast og eru bólu­settir veikist ekki al­var­lega. Hann segir engu að síður til­efni til þess að skoða að­gerðir hér­lendis vegna fjölda smita innanlands.

„Töl­­fræði­­lega séð lítur þetta út þannig að fyrir bólu­­setningu lentu 5% þeirra sem smituðust á Ís­landi á spítala. Við erum núna með bólu­efni sem veita svona upp undir 90% vörn. Þannig má reikna með því að 0,5% lendi á sjúkra­húsi og tölurnar fram til dagsins í dag passa við það,“ segir Kári.

„Síðan á þetta eftir að komast upp í eldri hópana og þá sem eru veikir fyrir þannig ég hugsa að lág­­markið sé að það verði 0,5% en það gæti verið meira,“ segir Kári

„Við hljótum að vega þetta og meta á hverjum degi. Það er að segja hvað er þetta orðið al­var­­legt vanda­­mál fyrir þá sem sýkjast? Og ég held að við hljótum að velta fyrir okkur þeim mögu­­leika að taka aftur upp grímu­­skyldu innan­húss, eins og menn hafa nú þegar gert í Ísrael og í Kali­­forníu,“ segir Kári.

Viðtal Fréttablaðsins við Kára Stefánsson um faraldurinn.