„Ég á einn hund og Stefán er svo­lítið eins og hinn hundurinn“

28. nóvember 2020
12:19
Fréttir & pistlar

Ó­trú­leg frá­sögn af stein­bíta­hvíslaranum Er­lendi Boga­syni er að finna í Frétta­blaðinu í dag. Þar segir frá ó­trú­legri vin­áttu Er­lends við stein­bítinn Stefán, sem býr við Arnar­nes­strýturnar í Eyja­firði.

Stein­bíturinn Stefán hefur átt heima þar í rúman ára­tug og þangað heim­­sækir kafarinn Er­­lendur Boga­­son hann reglu­­lega, enda telst Stefán vera hluti af fjöl­­skyldunni.

Er­lendur lýsir því hvernig hann hitti Stefán í fyrsta skiptið. „Hann fór að koma á móti mér og ég klappaði honum að­eins og klóraði honum undir hökunni og þá fékk hann mat í staðinn.“

Hætti Stefán raunar að gefa öðrum köfurum gaum, hann var farinn að þekkja Er­lend það vel. „Hann syndir alltaf beint til mín þar sem hann veit að hann fær bita.“

Nánar má lesa um þessa ó­trú­legu vin­áttu á vef Frétta­blaðsins.