Edda hæðist að því að vera kölluð „lygasjúk“ – Sigurður Gísli birtir skjáskot og vill svör

Hlaðvarpsstjórnandinn og áhrifavaldurinn Edda Falak segir á Twitter að hún elski „að eitthvað fótbolta podcast opni þættina sína svona faglega og skemmtilega“. „Ekki í fyrsta sinn sem litlir strákar kalla mig lygasjúka en hey, HÚH!,“ segir hún. Meira en 250 manns hafa líkað við færsluna.

Birtir hún svo upptöku úr The Mike Show en þar heyrist:

„Þú komst að einhverju um helgina?“

„Já ég komst að því að Edda Falak er leiðinlegasta manneskja á Íslandi og lygasjúk.“

Edda spyr: „Hverjir eru að sponsa þetta rugl?“

Margir hafa lagt orð í belg og má segja að netheimar logi.

Sigurður Gísli Bond Snorrason, sem kallaði Eddu „lygasjúka“, svarar henni á Twitter og segir:

„Kannski gekk ég of langt. Ég er til í að draga til baka að hafa kallað þig lygasjúka ef þú getur svarað eitthvað af spurningunum,“ segir hann. „Hvenær varstu að vinna hjá Novo nordisk? Hjá hvaða fjárfestingabanka varstu að vinna? Hvernig fékkstu íbúðina í Danmörku? Og hvernig skildiru við hana?“

Tæplega 200 manns hafa líkað við færsluna. Hann birtir svo ýmis skjáskot: