Edda Falak safnar fyrir útgáfu bókar

Sam­fé­lags­miðl­a­stjarn­an, Cross­fit- og METOO baráttukonan, Edda Fal­ak safnar nú fyrir sinni fyrstu bók sem á að innihalda 40 myndir af íslenskum konum ásamt fræðsluefni um líkamsímynd kvenna.

Edda, sem heldur úti hlaðvarpinu Eigin konur, segist hafa fengið hugmyndina að bókinni fékk ég útfrá umræðu sem hún setti af stað á Instagram. „Þar deildi ég skoðun minni á afhverju konur gætu ekki birt af sér kynþokkafulla mynd án þess að vera kallaðar athyglisjúkar druslur,“ segir á Karolinafund þar sem Edda hefur safnað 1% af því sem hún þarf til útgáfunnar, alls er markmið Eddu er að safna 10.000 evrum eða um einni og hálfri milljón króna, fyrir umbroti, prentun, bókaskrifum, myndatöku, yfirlestri, útgáfu og dreifingu.

Í bókinni verða konur af öllu stærðum og gerðum ljósmyndaðar á nærfötunum. Þær eru meðal annars með stóma poka, óléttar, hafa misst útlim, nýbúnar að eignast börn, grannvaxnar, konur í góðum holdum og sterkbyggðar konur.