Edda Falak deilir myndum af mat á Covid-hóteli: „Ég kúgaðist þegar ég sá hárið“

Hlaðvarpsþáttastjórnandinn og baráttukonan Edda Falak deildi myndbandi með fylgjendum sínum á Twitter í gær sem sýnir mat á ónefndu Covid-hóteli.

Rúmlega sex þúsund manns hafa horft á myndbandið sem virðist ekki hafa verið til að auka matarlystina hjá fólki. „Það er lawsuit a þennan kokk,“ segir Edda við myndbandið og taka margir undir með henni. Þegar Edda er spurð hvaða „ógeðslegi“ matur þetta sé, svarar hún: „Á einhverju covid hoteli hahah.“

Fjölmargar athugasemdir hafa verið skrifaðar við myndbandið og eru flestir á því að maturinn sé nú varla boðlegur.

„Þessi hefur ekki farið í skóla og lært að elda. Það sést.“

„Ég kúgaðist þegar ég sá hárið.“

„Hvað er þetta? Eru bara rækjur í matinn þarna?“

„Þetta var allt í lagi þegar allir voru með delta og enginn fann bragð....“