Edda Björg­vins: „Hversu langt er hægt að ganga í heimsku­legu bulli?“

Edda Björg­vins­dóttir leik­kona segir að stærstur hluti íbúa höfuð­borgar­svæðisins vilji minnka mengandi bíla­um­ferð og búa til fleiri göngu­götur.

Edda gerir frétt Morgun­blaðsins frá því í vikunni að um­tals­efni en þar var vísað í niður­stöður könnunar sem Maskína gerði. Sam­kvæmt þeim segist stærstur hluti íbúa á höfuð­borgar­svæðinu and­vígur því að Lauga­vegur, Banka­stræti og Skóla­vörðu­stígur verði gerðar að göngu­götu allt árið um kring.

Þessu svarar Edda með eftir­farandi orðum:

„NEIN­EIN­EIN­EI þetta er ekki satt!!! Stærstur hluti íbúa á höfuð­borgar­svæðinu vill minnka mengandi bíla­um­ferð og búa til fleiri göngu­götur. Hversu langt er hægt að ganga í heimsku­legu bulli? Reynsla um allan heim sýnir að göngu­götur laða að fólk og efla verslun. Alls­staðar! Hér í mið­bænum okkar hefur ALDREI verið jafn blóm­legt mann­líf og nú. Það er löngu liðin tíð að heimta for­gang einka­bílsins,“ segir hún.

Mjög skiptar skoðanir eru um lokanir gatna í mið­borginni. Verslunar­eig­endur eru margir hverjir mót­fallnir þeim á meðan aðrir vilja betra að­gengi að mið­bænum fyrir öku­tæki. Um­rædd könnun Maskínu var gerð fyrir Mið­bæjar­fé­lagið dagana 3. – 12. mars. Niður­stöðurnar gáfu enn fremur til kynna að stór hluti íbúa teldu sig ó­lík­legri til að heim­sækja mið­borgina ef af áður­nefndum lokunum yrði.