Edda Björgvins grét yfir Kára

„Oft hefurðu komið mér til að hlæja Kári Stefánsson en nú græt ég þökk sé þér,“ segir Edda Björgvinsdóttir, ein ástsælasta leikkona þjóðarinnar.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sýndi á sér nýjar hliðar í gær þegar hann, ásamt hljómsveitinni Hjálmum, gaf út nýtt lag.

Hjálmar hafa í gegnum tíðina farið í samstarf með hinum ýmsu listamönnum. Að þessu sinni var það vísindamaðurinn, læknirinn og ljóðskáldið Kári Stefánsson. Það var Þorsteinn Einarsson, Steini í Hjálmum, sem samdi undurfagurt lag við ljóð Kára sem hann orti til eiginkonu sinnar á sjötugsafmæli hennar, Kona í appelsínugulum kjól. Lagið kom út í gær og vakti það strax mikla athygli. Edda Björgvinsdóttir hlustaði og horfði á myndbandið við lagið af athygli.

„Það er hollt að gráta og þetta undurfallega ljóð og lag kom sannarlega hreyfingu á tárakirtlana,“ segir hún á Facebook-síðu sinni.

Myndbandið við lagið má sjá hér að neðan: