Dýrðlegar matarupplifanir sem eiga sér enga líka

Í þættinum Matur og heimili á Hringbraut í kvöld verður sýndur seinni hluti heimsóknar Sjafnar Þórðar á sjávarrétta hátíðina MATEY sem haldin í Vestmannaeyjum var í fyrsta skipti nú í september.

Veitingastaðir, fiskframleiðendur og þjónustuaðilar í sjávarsamfélaginu Vestmannaeyjum tóku höndum saman og vöktu athygli á menningararfleifðinni og fjölbreytta fiskinum sem framleiddur er í Eyjum. Boðið var upp margvíslega töfrandi rétti úr hágæða hráefni úr Eyjum á veitingastöðum bæjarins auk þess sem boðið var upp á áhugaverða viðburði á hátíðinni.

Í þætti kvöldsins byrjar Sjöfn að heimsækja fiskvinnslufyrirtækið Leo Seafood þar sem leyndardómar sjávarfangsins búa. Þar hittir Sjöfn Gunnar Pál Hálfdánsson markaðsstjóra sem leyfir Sjöfn að skyggnast í vinnslu og fylgjast með fisknum koma nýveiddan og ferskan beint inn í vinnsluna.

Leo 2.jpeg

Skapandi kokkar með nýstárlega og frumlega rétti

Í þættinum heimsækir Sjöfn veitingastaðinn Næs og hittir Gísla Matthías Auðunsson yfirkokk og eiganda staðarins og gestakokkana, hjónin, Junayd frá Trinidad & US og Fjölla frá Kosovo. Þau opnuðu veitingastaðinn Badger árið 2016 og sköpuðu þannig nýja villt- til borðs matreiðsluupplifun sem á sér enga líka, sem vantaði í hverfinu þeirra, Prosect Lefferts Garden í New York. Þau leggja mikið upp úr því að vegar með hráefni úr nærumhverfi sínu og leita meðal annars uppi framandi grænmeti og öðruvísi hráefni. Hver réttur eru vandlega útbúinn, undirbúinn og færður úr eldhúsinu til viðskiptavinarins af hjónunum sjálfum. Hjónin eru einstaklega skapandi kokkar sem bjóða upp á matseðil í Omakase-stíl. Þau fóru að kostum í matargerð sinni á sjávarréttahátíðinni, framreiddu nýstárlega og frumlega rétti, á listræna og fallegan hátt sem aldrei fyrr hafa sést hér á landi.

Næs 2.jpeg

Næs 6.jpeg

Ron McKinlay lék listir sínar í eldhúsinu

Síðan liggur leið Sjafnar til Einars Björns Árnasonar á Einsa Kalda þar sem hún fær að kíkja í eldhúsið til hans og gestakokksins, Ron Mckinlay hefur ávallt elskað að elda mat. Ron er frá Vancouver og spilað ruðning eftir að hann hafði lokið prófi í matreiðslu í heimabæ sínum. Eftir meiðsl bundu enda á feril hans í ruðningi fór hann aftur til Kanada og sneri sér alfarið að matreiðslunni. Með mikilli þrautseigju tókst honum að komast í þjálfun undir Michelin-stjörnukokkinum Tom Kitchin, sem átti eftir að verða mikill áhrifavaldur og leiðbeinandi hans. Ron eyddi næstu fjórum árum á The Kitchin og eldaði klassískan franskan mat með skosku hráefni sem stórfenglegri útkomu. Ron fór á kostum í eldhúsinu hjá Einsa Kalda og galdraði fram sælkera kræsingar þar sem brögð og samsetning heilluðu matargesti enda töfrum líkast.

Einsi kaldi Matey 5.jpg

Einsi kaldi 10.jpeg

Rækta grænsprettur allan ársins hring

Margir tóku þátt í þessari hátíð, meðal annars fyrirtækið Aldingróður sem sérhæfir sig í ræktun á sprettum. Sjöfn heimsækir eigendurna, hjónin Einar Sigurð Einarsson og Ingunni Þóru Einarsdóttur, en þau standa vaktina ein og sjá um reksturinn og ræktina alfarið sjálf með mikilli ástríðu og natni, allt handgert að alúð. Þau rækta grænsprettur allan ársins hring fyrir mötuneyti og veitingastaði. En sprettur eru í raun lítið grænmeti og litlar kryddplöntur sem eru ræktaðar þar til fyrstu kímblöð plöntunnar hafa komið fram. Sjöfn fær að heyra aðeins um tilurð ræktunar og innsýn í Aldingróður.

Aldingroður 1.jpeg

aldingroður 3.jpeg

Það má með sanni segja að Vestmannaeyjar séu komnar á heimskort matgæðinga en sjávarréttahátíðin MATEY sannaði það. Í kvöld er seinni hluti um sjávarréttahátíðina MATEY þar við fáum að sjá meistarakokka töfra dýrðlega rétti úr hráefni úr Eyjum eftirminnilegan hátt og bjóða upp matarupplifanir sem lyfta matargerðinni á hærri plan. Meira um sjávarréttahátíðina MATEY í þætti kvöldsins Matur og heimili á Hringbraut klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

Brot úr þætti kvöldsins má sjá hér: