Dular­fullt málmbragð af einu vin­sælasta ís­lenska namminu vekur furðu

Svo virðist vera sem málmbrag-og lykt sé nú að finna af þó nokkrum pokum af einu vin­sælasta sæl­gæti Ís­lendinga, sjálfum þristunum. Þetta má sjá á Face­book hópnum Nammi­tips þar sem um­ræða um skrítna bragðið á sér nú stað.

Þar hefur Elsa Mjöll Berg­steins­dóttir máls á málinu. „Hæhæ, keypti mér þrist og strax í fyrsta bita finn ég rosa­lega málm lykt og bragð. Hélt ég væri ein­hvað skrítin en á­kvað að spyrja kærastann minn hvort honum fyndist skrítin lykt af þristinum. Hann segir af fyrra bragði “málm lykt?” Þá hafði hann fundið þetta áður af þrist. Þristurinn er ekki út­runnin en finnst hann alveg smá harður. Hafið þið lent í svipuðu?“ spyr hún.

Þar stendur ekki á svörum og ljóst að margir hafa lent í því sama. „Já við lentum í þessu í síðustu viku, þristur sem var keyptur yfir jólin, rooosa vont,“ skrifar einn svar­enda.

„Ég hef líka lent í því að borða skrítin Þrist, skildi ein­mitt ekkert í þessu!“ svarar annar. Þriðji og fjórði segjast báðar vera með slíka þrista í höndunum nú sem séu mjög skrítnir.

„Vaaar að henda 5 stórum þristum rétt í þessu útaf þessu, yfir 10 mannst smökkuðu hjá mér og það er bara málmbragð og lykt af öllum, glatað,“ segir enn einn. Ljóst er að þetta virðist vera við­tekið vanda­mál.