Drífa hirtir dónalega Íslendinga: Skiptir engu máli hvað fólk talar góða íslensku

Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir það ekki skipta neinu máli hversu vel vinnandi fólk hér á landi tali íslensku, allir eigi skilið virðingu. Í samtali við Morgunblaðið í dag hirtir hún dónalega Íslendinga sem hafa athugasemdir við hversu vel afgreiðslufólk talar íslensku. Þar segir að dæmi séu um að viðskiptavinir N1 hafi kvartað, deild­ar­stjóri versl­un­ar­sviðs bauð þeim sem kvörtuðu vinnu en enginn hinna íslenskumælandi kvörturum hefur þegið boðið.

Drífa segir að fólk þurfa að vanda sig betur í því að sýna öðrum virðingu. „Það er mjög miður að vinnandi fólki sé sýnd vanvirðing, hvort sem það eru Íslendingar eða útlendingar. Við ætlumst til þess að vinnandi fólki sé sýnd virðing í sínum störfum, sama hvaðan það kemur og hversu ve talandi það er,“ sagði Drífa.