Dóttir Jóhönnu Guðrúnar fékk óvænt en kunnuglegt nafn um helgina

Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og maður hennar, Ólafur Friðrik Ólafsson, gáfu dóttur sinni nafn um helgina. Nafnið kemur eflaust mörgum á óvart en dóttirin fékk nafnið Jóhanna Guðrún – alveg eins og mamma sín.

Fréttablaðið greinir frá þessu og segir frá því að Ólafur Friðrik, faðir stúlkunnar, hafi átt hugmyndina og óskað eftir því að stúlkan fengi nafn móður sinnar.