Dómsmálaráðherra biðst velvirðingar á ónákvæmni í orðum sínum

Dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, hefur beðist velvirðingar á ónákvæmni í orðum sínum í gær um að þungunarrof gæti náð til allt að síðustu viku barnsburðar en það sagði hann í tengslum við umræðu um það þegar hann greiddi atkvæði gegn frumvarpi um þungunarrof árið 2019.

Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, gagnrýndi Jón harðlega í morgun en í skriflegu svari til Vísis hefur Jón beðist velvirðingar á ónákvæmni í orðum sínum.

Hall­dóra sakar dóms­mála­ráð­herra um lygar: „Þetta er náttúru­lega al­gjört bull“

„Frumvarpið sem varð að lögum og var til umræðu í þinginu 2019 nær til viku 22 en í umræðum í þinginu var hreyft við þeim sjónarmiðum að rétturinn til þungunarrofs ætti að ná skilyrðislaust til síðustu viku barnsburðar. Því var ég hjartanlega ósammála,“ segir Jón í svari til Vísis og tekur fram að hann hafi verið ósammála því hversu langt var gengið í samþykktu frumvarpi en samkvæmt því má kona gangast undir þungunarrof fram að 22. viku þungunar.

„Ég taldi réttara að ganga ekki svo langt því þó að sjálfsákvörðunarréttur kvenna ætti að sjálfsögðu að vera í forgrunni mætti skilyrða að einhverju leyti ástæður þess þegar meðganga er komin svo langt á leið,“ segir Jón.

Frétt Vísis er hægt að lesa hér.

Fleiri fréttir